Starfsemi

Á Skóvinnustofu Sigurbjörns eru starfandi 3 skósmiðir og önnumst við þar allar almennar skóviðgerðir.  Einnig sjáum við um viðgerðir á töskum, beltum og ýmsu fleiru.  Þar smíðum við flestar tegundir húslykla. Við erum með móttöku á fatnaði í þvott og hreinsun.  Um þá þjónustu sér Fatahreinsunin Snögg sem staðsett er í Suðurveri.  Hjá okkur er líka hægt að panta skilti sem útbúin eru af Stimplagerðinni.  Við erum með eitt mesta úrval landsins af innleggjum, skóreimum, skóáburði og ýmsum fylgihlutum fyrir skófatnaðinn. 

Nuddboltar og nuddkefli

Við vorum að fá til sölu þessa frábæru nuddbolta og nuddkefli frá Rubz.  Með þeim eru stirðir og þreyttir vöðvar mýktir upp og blóðflæði aukið.  Talið er að með þeim sé hægt a flýta fyrir bata á plantar faciitis og hælspora.

Sneaker Cleaner

Oft hefur verið vandamál hvernig meðhöndla á útivistar- og íþróttaskóna.  Nú erum við komin með hreinsiefni sem sérstaklega er ætlað fyrir þá.  Þetta efni hreinsar líka sólakantana á skónum.