Fréttir

Nuddboltar og nuddkefli

Við vorum að fá til sölu þessa frábæru nuddbolta og nuddkefli frá Rubz.  Með þeim eru stirðir og þreyttir vöðvar mýktir upp og blóðflæði aukið.  Talið er að með þeim sé hægt a flýta fyrir bata á plantar faciitis og hælspora.

Sneaker Cleaner

Oft hefur verið vandamál hvernig meðhöndla á útivistar- og íþróttaskóna.  Nú erum við komin með hreinsiefni sem sérstaklega er ætlað fyrir þá.  Þetta efni hreinsar líka sólakantana á skónum.

Gel á fætur á ótrúlega lágu verði

Við höfum nú tekið í sölu hjá okkur mjúkt gel til þess að setja á fæturna sjálfa til þess að koma í veg fyrir núningssár.  Þetta hentar einstaklega vel við líkþornum.  Stundum tekur beinið við stórutá að stækka (halux valgus) sem veldur mjög miklum óþægindum og einnig geta hamartærnar verið sársaukafullar.  Við þessum meinum eigum við nú gelpúða sem minnka til muna núning á þessi svæði.  Að auki erum við með lítil gelstykki sem hægt er að setja á milli táa.  Verðið á þessum vörum er ótrúlega lágt eða 600 kr pakkinn.  Við seljum nú líka hælsærisplástur á 1.290 kr pakkann.

Pages