Fróðleikur

Táfýla

Táfýla þjakar marga en fáir vita að oft eru til ráð við þessum leiða kvilla.  Það sem veldur táfýlu eru oftast gerlar sem takið hafa sér bólfestu í skónum.  Því hafa verið framleidd sprey sem innihalda efni sem sótthreinsa skóna og gefa auk þess frá sér frískandi lykt.  Þess ber að gæta þegar þessi efni eru notuð að taka fyrir alla skó (gleyma t.d. ekki inniskónum og vaðstígvélunum) þar sem þessir gerlar smitast gjarnan á milli skópara.  Framleiddir eru úðar sem eyða lykt og einnig er hægt að kaupa lyktarkúlur.  Þær eru látnar liggja í skónum þegar þeir eru ekki í notkun.  Þær henta líka vel í íþróttatöskur.  Fótrakaleppar eru líka til sölu.  Í þeim eru kol sem takmarka svitamyndun á fótum.

Stundum getur óþefur í skóm skapast af raka, t.d. í íþróttaskóm og gönguskóm.  Oftast eru í þessum skóm laus innlegg.  Undir þessum innleggjum leynist oft raki og er nauðsynlegt að taka þau reglulega úr skónum til þess að þetta þorni.

Tengdar vörur: