Fróðleikur

Tábergssig

Eitt af algengustu vandamálum varðandi fætur er tábergssig sem getur verið afskaplega óþægilegt.  Tábergsig orsakast af því að millibein í fætinum falla niður og verður fóturinn við það flatari.  Þetta veldur mikilli þreytu í fremri hluta fótar og jafnvel doða í tám.  Í kjölfarið geta svo ýmsir aðrir fylgikvillar látið á sér kræla.  Alltaf er mælt með því að fara til sjúkraskósmiðs, sjúkraþjálfara eða fótaaðgerðafræðings og láta þá meta hvað hægt er að gera.  Oft benda þeir fólki á að láta sérsmíða innlegg í skóna sem henta hverju tilfelli fyrir sig.  Þó er líka hægt að bjarga sér með því að kaupa fjöldaframleidd innlegg með góðum stuðningi aftan við tábergið.  Einnig er hægt að kaupa "peloturnar" lausar og festa þeim í skóna.  Á þessu myndbandi er hægt að sjá hvernig rétt er aðstaðsetja peloturnar http://www.youtube.com/watch?v=_ikqUukd7z4