Hælspori

Tærnar í fætinum tengjast hælnum með nokkrum sinum.  Stundum kemur slit og þreyta í þessar sinar þar sem þær festast í hælbeinið (plantar faciitis). Það getur valdið þó nokkrum eymslum. Þarna myndast stundum lítill beinhnúður sem kallast hælspori.  Til þess að létta álagið á þessum fleti eru til hælpúðar sem settir eru inn í skóna.  Þeir eru með mjög mikilli dempun í miðjum púðanum og er jafnvel hægt að taka miðjuna úr ef óskað er. Rétt er þó að leita til læknis, sjúkraskósmiðs, sjúkraþjálfa eða fótaaðgerðafræðings.

Talið er að hægt sé að flýta fyrir bata með því að nota nuddbolta og nuddkefli. http://skovinnustofa.is/vara/Nuddkefli

Hér má sjá nokkrar æfingar við þessum kvilla https://www.youtube.com/watch?v=RMYHwnUIw5A