Vatnsvörn

Flestir hafa lent í því að fá saltbletti á leðurskó.  Það er mikill misskilningur að saltblettirnir komi eingöngu ef gengið er úti þar sem búið er að salta götur.  Það getur alveg eins gerst þegar hreinn snjór eða vatn kemst í snertingu við leðrið.  Þegar skinnið er sútað er það oft lagt í saltpækil.  Þetta salt er svo að skila sér út úr leðrinu þegar það blotnar.  Það er því mjög mikilvægt að úða skóna reglulega með vatnsvarnarspreyi.  Sumar tegundir vatnsvarnarefna eru eingöngu gerðar fyrir leðurskó en aðrar fyrir öll möguleg efni.  Þá er hægt að vatnsverja jafnt leður, rúskinn og tauefni.  Margir nota þessi efni t.d. á tjöld og fatnað.  Þess má geta að vatnsvarnarúðinn er líka ágætis óhreinindavörn.  Á útivistarskóna getur verið gott að bera góða feiti en á þess háttar skóm mæðir auðvitað töluvert meira heldur en venjulegum götuskóm.  Þó skal athuga að feitin hentar eingöngu leðrinu.  Mjög gott getur þá verið að hita skóna lauslega með hárblásara þegar búið er að bera feitina á.  Meðfylgjandi slóð sýnir vel hversu vel vatnsvörnin virkar  http://youtu.be/9SlFQrcXaCA