Leðuráburður

Allt leður þarfnast næringar.  Því þarf að bera reglulega á það áburð til þess að viðhalda mýkt þess.  Ef  það er ekki  gert þornar það og springur.  Leðurtegundirnar eru fjölmargar og framleiddar eru margar tegundir af leðuráburði.  Við kaup á skóáburði þarf að hafa í huga að sami áburður hentar ekki í öllum tilfellum.  Að sjálfsögðu þarf að velja þann  lit sem  næstur er lit leðursins sem á að næra.  Á Skóvinnustofu Sigurbjörns er hægt að fá yfir 100 tegundir.  Áburðurinn er misjafnlega þekjandi og gengur misvel inn í skinnið.  Almennt má segja að áburður sem er mjög litsterkur sé ekki jafn fallegur eða eðlilegur á skónum.  Hið sama má segja um sjálfglansandi skóáburð.  Sérstakur áburður er framleiddur fyrir rúskinn og lakkskinn.  Nauðsynlegt er að næra líka leður í töskum, leðurfatnaði og húsgögnum.  Á það leður er ekki heppilegt að bera venjulegan skóáburð af því hann getur stundum smitað út í fatnað.  Því er framleiddur sérstakur áburður til nota á þá hluti.