Skóreimar

Skóreimar gegna ekki aðeins því hlutverki að halda skónum þéttum á fætinum.  Þær eru líka mikið útlitsatriði.  Því er hægt að velja margar lengdir, liti og breiddir af skóreimum. Almennt koma reimarnar ekki styttri en 60 cm langar (einstaka tegundir þó 50 cm) og lengstu reimarnar hjá okkur eru 280 cm langar.  Algengasta lengdin í "venjulega" herraskó er t.d. 75 cm, íþróttaskóna 100 cm og í útivistarskóna (fjallgönguskó) eru teknar allt frá 150 - 200 cm langar reimar.  Á Skóvinnustofu Sigurbjörns er hægt að fá yfir 300 tegundir af skóreimum auk leðurreima, gormareima og teygjureima.