Leðurfeiti

Það er mjög misjafnt hvað menn kalla leðurfeiti.  Sumir vilja meina það að allur leðuráburður sé leðurfeiti en hér í þessum greinum köllum við aðeins mjög feitan áburð leðurfeiti.  Hana teljum við aðeins henta útivistarskóm og grófari skóm en síður götuskóm.  Leðurfeitin ver leðrið  almennt betur en annar áburður en hún gefur ekki gljáa og ryk og óhreinindi vilja frekar safnast í hana. Þegar leðurfeitin hefur verið borin á getur það verið ágætis ráð að hita hana lauslega með hárblásara því þá gengur hún betur inn í leðrið.  Varast verður þó að ofhita leðrið.

Tengdar vörur: