Víkkunarsprey

Ef skór eru lítilsháttar of þröngir er hægt að fá keypt efni sem úðað er inn í skóna.  Síðan er farið í þá raka í þessu efni og laga skórnir sig þá betur að fætinum.  Hafa ber í huga að þessi aðferð dugar ekki ef mikið vantar á víddina.  Þá er betra að fara með skóna til skósmiðs sem setur þá í þar til gerð tæki sem ætluð eru til þess að víkka út skóna.