Fyrir íþrótta- og útivistarskó

Í íþrótta- og gönguskó hentar ekki að kaupa "venjuleg" innlegg.  Þess háttar skór eru með allt öðru sniði en götuskórnir.  Sportlepparnir eru breiðir og eru með léttum stuðningi undir ilina.  Hægt er að fá nokkrar tegundir af innleggjum fyrir þessar skótegundir sem eru með mis mikilli dempun.  Fyrir þá sem stunda íþróttir eða hreyfa sig mikið mælum við eindregið með Energy og Power.