Hælpúðar

Hælpúðarnir  eru til þess að lyfta undir fótinn í skónum.  Þegar  óskað  er eftir  aukinni  mýkt  eða  dempun   undir  hælinn  henta þessir púðar afskaplega vel.  Þeir fást hjá okkur 5, 7, 10, 12 og 15 mm þykkir
 
Algengt er að fætur séu ekki jafn langir sem getur leitt til ýmissa líkamlegra óþæginda til dæmis bakverks.  Þá er hælpúðinn settur í skóinn sem fer á styttri fótinn.  Við viljum eindregið benda fólki á að leita til læknis, sjúkraþjálfa eða sjúkraskósmiðs til þess að fá úr því skorið hvort þörf sé á þessari lausn.
 
Stundum fær fólk hælsæri sem getur orsakast af því að skórinn er of djúpur fyrir fót einstaklingsins.  Þá er bæði um það að ræða að skórinn sjálfur sé óvanalega djúpur eða einstaklingurinn sé með sérstaklega lága hæla.