Fróðleikur

Há eða lág il

Ilsig lýsir sér í því að ristarbeinin síga niður sem veldur því að ilin verður flöt.  Þessu fylgir oft mikil vanlíðan og þreyta í fótum.  Andstætt við þetta eru sumir með óeðlilega háa il sem getur líka valdið miklum óþægindum en þá hvílir of mikill þungi á tábergi og hæl. Við val á innleggjum skal hafa þetta í huga.

 

Táfýla

Táfýla þjakar marga en fáir vita að oft eru til ráð við þessum leiða kvilla.  Það sem veldur táfýlu eru oftast gerlar sem takið hafa sér bólfestu í skónum.  Því hafa verið framleidd sprey sem innihalda efni sem sótthreinsa skóna og gefa auk þess frá sér frískandi lykt.  Þess ber að gæta þegar þessi efni eru notuð að taka fyrir alla skó (gleyma t.d.

Leðuráburður

Allt leður þarfnast næringar.  Því þarf að bera reglulega á það áburð til þess að viðhalda mýkt þess.  Ef  það er ekki  gert þornar það og springur.  Leðurtegundirnar eru fjölmargar og framleiddar eru margar tegundir af leðuráburði.  Við kaup á skóáburði þarf að hafa í huga að sami áburður hentar ekki í öllum tilfellum.  Að sjálfsögðu þarf að velja þann  lit sem  næstur er lit leðursins sem á að næra.  Á Skóvinnustofu Sigurbjörns er hægt að fá yfir 100 tegundir.  Áburðurinn er misjafnlega þekjandi og gengur misvel inn í skinnið.  Almennt má segja að áburður sem e

Vatnsvörn

Flestir hafa lent í því að fá saltbletti á leðurskó.  Það er mikill misskilningur að saltblettirnir komi eingöngu ef gengið er úti þar sem búið er að salta götur.  Það getur alveg eins gerst þegar hreinn snjór eða vatn kemst í snertingu við leðrið.  Þegar skinnið er sútað er það oft lagt í saltpækil.  Þetta salt er svo að skila sér út úr leðrinu þegar það blotnar.  Það er því mjög mikilvægt að úða skóna reglulega með vatnsvarnarspreyi.  Sumar tegundir vatnsvarnarefna eru eingöngu gerðar fyrir leðurskó en aðrar fyrir öll möguleg efni.  Þá er hægt að vatnsverja jafnt leður, rúskinn og tauefni.  Margir nota þessi efni t.d.

Hælspori

Tærnar í fætinum tengjast hælnum með nokkrum sinum.  Stundum kemur slit og þreyta í þessar sinar þar sem þær festast í hælbeinið (plantar faciitis). Það getur valdið þó nokkrum eymslum. Þarna myndast stundum lítill beinhnúður sem kallast hælspori.  Til þess að létta álagið á þessum fleti eru til hælpúðar sem settir eru inn í skóna.  Þeir eru með mjög mikilli dempun í miðjum púðanum og er jafnvel hægt að taka miðjuna úr ef óskað er. Rétt er þó að leita til læknis, sjúkraskósmiðs, sjúkraþjálfa eða fótaaðgerðafræðings.

Tábergssig

Eitt af algengustu vandamálum varðandi fætur er tábergssig sem getur verið afskaplega óþægilegt.  Tábergsig orsakast af því að millibein í fætinum falla niður og verður fóturinn við það flatari.  Þetta veldur mikilli þreytu í fremri hluta fótar og jafnvel doða í tám.  Í kjölfarið geta svo ýmsir aðrir fylgikvillar látið á sér kræla.  Alltaf er mælt með því að fara til sjúkraskósmiðs, sjúkraþjálfara eða fótaaðgerðafræðings og láta þá meta hvað hægt er að gera.  Oft benda þeir fólki á að láta sérsmíða innlegg í skóna sem henta hverju tilfelli fyrir sig.  Þó er líka hægt að bjarga sér með því að kaupa