Innlegg

Við bjóðum yfir 40 tegundir af innleggjum og púðum inn í skó.  Sum innlegg veita stuðning undir il eða aftan við táberg á meðan önnur eru án allra stuðningspúða.  Innlegg eru oft notuð til þess að mýkja skóna aðeins og þrengja þá örlítið.  Við erum með sérstök innlegg í vetrarskóna og aðrar tegundir sem eru þægilegri yfir sumartímann.  Í íþróttaskó og útivistarskó eru framleidd breiðari innlegg sem eru þá fótlagaformuð og með meiri dempun.  Fyrir þá sem stunda íþróttir og hreyfa sig mikið eigum við svo til innlegg sem eru sérstaklega hönnuð fyrir það.  Rétt val á innleggjum veitir betri líðan og getur komið í veg fyrir álagsmeiðsli.  Í fróðleiksmolunum okkar má lesa um háa og lága il, hælspora og tábergssig en það eru fótakvillar sem oft má laga með innleggjum.