Starfsfólk

Skóvinnustofa Sigurbjörns er sannkallað fjölskyldufyrirtæki.  Það er upphaflega stofnað af Sigurbirni Þorgeirssyni en nú starfa þar fjórir menntaðir skósmiðir.  Dóttir Sigurbjörns, Jónína Sigurbjörnsdóttir og eiginmaður Gunnar Rúnar Magnússon gengu inn í reksturinn árið 1976 og reka nú fyrirtækið saman.  Systir Rúnars, Birna Jóna Magnúsdóttir, hefur starfað þar í 20 ár.  Þar starfar líka Karl Sesar Karlsson sem einnig hefur yfir 20 ára reynslu í skóviðgerðum.