Um Skóvinnustofu Sigurbjörns

Á Skóvinnustofu Sigurbjörns eru starfandi 4 skósmiðir og önnumst við þar allar almennar skóviðgerðir.  Einnig sjáum við um viðgerðir á töskum, beltum og ýmsu fleiru.  Þar smíðum við flestar tegundir húslykla. Við erum með móttöku á fatnaði í þvott og hreinsun.  Um þá þjónustu sér Fatahreinsunin Snögg sem staðsett er í Suðurveri.  Hjá okkur er líka hægt að panta skilti sem útbúin eru af Stimplagerðinni.  Við erum með eitt mesta úrval landsins af innleggjum, skóreimum, skóáburði og ýmsum fylgihlutum fyrir skófatnaðinn.

Skóvinnustofa Sigurbjörns var stofnuð árið 1956 af Sigurbirni Þorgeirssyni.  Fyrsta verkstæðið var staðsett í kjallara á Vesturgötu 24.  Árið 1960 opnaði hann skóvinnustofu á Tómasarhaga 46.  Fjórum árum síðar flutti hann starfsemina að Háaleitisbraut 58-60.  Það var rúmlega 50 fermetra húsnæði í verslunarhúsinu Miðbæ þar sem hann um tíma rak skóverslun.  Þar starfaði einnig eiginkona hans Þórunn Pálsdóttir.  Árið 1976 fluttist fyrirtækið í verslunarhúsið Austurver á Háaleitisbraut 68 þar sem það enn er starfrækt.  Á þeim tíma gengu inn í reksturinn dóttir hans Jónína Sigurbjörnsdóttir og tengdasonur Gunnar Rúnar Magnússon sem nú reka fyrirtækið.