Vatnsvarnarúði

 
Þegar keyptir eru nýir skór er það oft vani að úða þá með vatnsvörn strax í byrjun. Því miður vill það oft brenna við að það gleymist að endurtaka þessa aðgerð en vatnsvörnin missir eiginleika sína með tímanum.
 

Vatnsvörn í úðaformi er mjög hentug af því hana má yfirleitt úða yfir flest allar tegundir leðurs og ofins efnis.  Þó skal ætíð athuga vel áður en úðað er á rúskinn, nubuk og tauefni hvort efnið innihaldi feiti og hvort það henti ekki áræðanlega þessum efnum.  Vatnsvörnina má því nota á ýmsa aðra hluti en skó.  Mjög gott er t.d. að úða ýmis konar fatnað, töskur, tjöld og m.fl.  Ef vatnsvörninni er úðað leðurlíki, lakkskinn  eða efni með gljáandi áferð þarf að passa vel upp á það að þurrka yfir hlutinn með þurrum klút því annars getur myndast mött slikja sem erfitt er að ná í burtu.  Brúsana er hægt að fá bæði í 250 og 400 ml einingum.

http://youtu.be/9SlFQrcXaCA

Tengdar vörur: